Ert þú búin/n að skrá þig úr ríkiskirkjunni?
Hér eru leiðbeiningar um það hvernig maður breytir trúfélagsskráningu sinni.
Ýtið á takkann til að draga mannakorn Vantrúar
Movable Type
knýr þennan vef
Alþingismaðurinn Ásmundur Einar Daðason birti blaðagrein um daginn þar sem hann dásamaði ríkiskirkjuna og ríkiskirkjufyrirkomulagið. Fyrsta setningin í greininni er eftirtektarverð fyrir tvennar sakir:
Þjóðkirkjan fylgir flestum Íslendingum frá vöggu til grafar og hefur gert í þúsund ár.
Starfsmenn ríkiskirkjunnar eru í gífurlegri afneitun varðandi eðli ríkiskirkjunnar. Þeir vilja ekki viðurkenna að rétt sé að kalla Þjóðkirkjuna ríkiskirkju og flokka það jafnvel sem uppnefningar og dónaskap að kalla hana ríkiskirkju. Maður fær sömu viðbrögð þegar maður kallar Þjóðkirkjuna ríkisstofnun.
Skelfilegar fregnir hafa borist landsmönnum; RÚV mun fjalla aðeins meira um körfubolta í íþróttafréttum sínum þennan veturinn heldur en fótbolta.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu nýlega. Greinin var um þá gríðarlegu árás á kristinn sið og þjóðmenningu í landinu að dagskrárgerðaryfirvöld Rásar eitt höfðu ákveðið að fella niður morgunbænir og Orð kvöldsins en bæta þess í stað klukkutíma löngum kristilegum þætti á dagskrá stöðvarinnar einu sinni í viku. Þessari árás var á endanum hrundið þegar biskup ríkiskirkjunnar fann símann sinn og hringdi í útvarpsstjóra.
Jæja félagi, þú lúffaðir fyrir biskup og hinu ofsatrúfólkinu. Það er ósköp skiljanlegt, þetta fólk verður ansi ákaft þegar því finnst dregið úr forréttindum sínum og heiftin getur orðið mikil eins og við sáum í umræðum um samkynhneigð fyrir nokkrum árum og mosku í Reykjavík nýlega. Það nennir enginn að sitja undir slíku.
Sumir kristnir trúmenn hafa tekið upp á því að klippa úr biblíunni vers sem þeim finnst hljóma fallega, þó svo að það þurfi að slíta þau úr öllu samhengi, og draga svo reglulega eitt "mannakorn" úr þessu versasafni. Á Facebook síðu ríkiskirkjunnar er til dæmis sett inn “mannakorn dagsins”. Tveir geta leikið þennan leik og þess vegna viljum við bjóða fólki upp á Mannakorn Vantrúar:
Rúv og Vísir greina frá því að ákveðið hefur verið að hætta með morgunbænir, Morgunandakt og Orð kvöldsins á Rás1 í vetur. Við í Vantrú fögnum þessum breytingum. Ríkið á að vera veraldlegt, það er ekki hlutverk þess að standa fyrir bænahaldi í ríkisreknum fjölmiðli, útvarpi allra landsmanna.
Flestir kannast við sum ummæli Jesú. Allir þekkja söguna um miskunnsama Samverjann, gullnu regluna og tvöfalda kærleiksboðorðið. Af einhverjum ástæðum eru ýmis önnur ummæli Jesú það óvinsæl að kristið fólk minnist nær aldrei á þau. Hér verður reynt að bæta úr því með því að kynna þau tíu ummæli Jesú sem ólíklegast er að prestar segi fermingarbörnum frá: